Akrasel opnaði 8.8. 2008.

Leikskólasvæðið

NÁTTÚRA - NÆRING - NÆRVERA 

 • 6 deildir
 • 150 börn
 • 45 starfsmenn/38 stöðugildi

Við erum grænfánaleikskóli.
Höfum fengið fánann 4 sinnum

 

Við:
Moltum – Flokkum – Gróðursetjum – endurvinnum – Endurnýtum – spörum rafmagnið – hugum að matarsóun – förum varlega með vatn, sápu og bréf – skiptifatakörfur – spörum pappír –týnum rusl

Seigla og nenna einkenna starfsmenn og starf Akrasels

   


 

Náttúra- Útivera – Ævintýraferðir – Útikennsla

Að bera virðingu fyrir náttúrunni og njóta hennar saman er stór þáttur í starfinu okkar.

 

 

Næring

Við leggjum mikið uppúr hollum og góðum mat.
Borðum hann bæði úti og inni, heima og að heiman.

 

 


Nærvera

Hugmyndir eru framkvæmdar, fá að þróast og hafa ávallt hag barnsins í fyrirrúmi.
Virðingin er mikil fyrir einstaklingnum (stórum og smáum) og eljan í starfsmannahópnum mikil.Jóga

Jóga er stór þáttur í daglegu starfi og það gerum við á ýmsum stöðum úti og inni.Opinn efniviður

 • Kassar verða að kubbum/bílum/húsum.
 • Tappar verða að mat/peningum
 • Plastdollur verða að diskum
 • Gardínur verða að fötum og teppum
 • Dósalok verða að hamborgurum og pizzum
 • Keilur verða að kíkir/gjallarhorni
 • Perlurlengjur verða að slöngum
 • Pasta verður að hálsfestum